Hagstofa Gjaldþrotum fjölgaði.
Hagstofa Gjaldþrotum fjölgaði. — Morgunblaðið/ÞÖK
Nýskráningar einkahlutafélaga voru 275 í júní og hefur þeim fjölgað um 18% á síðustu 12 mánuðum samanborið við 12 mánuði þar á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Alls voru 2.633 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.
Nýskráningar einkahlutafélaga voru 275 í júní og hefur þeim fjölgað um 18% á síðustu 12 mánuðum samanborið við 12 mánuði þar á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Alls voru 2.633 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.232 á fyrri 12 mánuðum. Skráð gjaldþrot fyrirtækja á sama tímabili voru 102 og jukust þau um 12% miðað við sama 12 mánaða tímabil þar á undan.