Hillary Clinton
Hillary Clinton
„Bernie, framboð þitt veitti milljónum Bandaríkjamanna innblástur. Málstaður þinn er málstaður okkar,“ sagði Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, í ræðu á flokksþingi demókrata í fyrrinótt.

„Bernie, framboð þitt veitti milljónum Bandaríkjamanna innblástur. Málstaður þinn er málstaður okkar,“ sagði Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, í ræðu á flokksþingi demókrata í fyrrinótt. Hún hefur nú brotið blað í stjórnmálasögu Bandaríkjanna með því að verða fyrst kvenna í 240 ára sögu landsins til að verða frambjóðandi stórs flokks í forsetakosningum.

Clinton vék einnig að Donald Trump, forsetaefni repúblikana, og fór heldur hörðum orðum um hann.

„Ekki trúa neinum sem segir: „Ég einn get lagað það.“ Þetta voru í alvöru orð Donalds Trump í Cleveland. Og þau ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum. Í alvöru talað? – Ég einn... get lagað það. Er hann ekki að gleyma hermönnum í fremstu víglínu; lögreglu- og slökkviliðsmönnum, sem hlaupa í átt að hættunni; læknum og hjúkrunarfræðingum sem annast okkur; kennurum sem breyta lífi okkar; frumkvöðlum sem sjá tækifæri í öllum vandamálum; mæðrum sem misst hafa börn sín vegna ofbeldis og hafa stofnað hreyfingar til að vernda börn annarra? Hann gleymir okkur öllum. Bandaríkjamenn segja ekki: „Ég einn get lagað það,“ við segjum: „Við lögum þetta í sameiningu,““ sagði Clinton í ræðu sinni.

Vísar hún þar til ræðu auðkýfingsins sem flutt var á flokksþingi repúblikana. En þar sagði Trump: „Enginn þekkir kerfið betur en ég, sem er ástæða þess að ég einn get lagað það.“ khj@mbl.is