Sjávarafli Virðið dregst saman.
Sjávarafli Virðið dregst saman.
Halli á vöruviðskiptum á fyrri árshelmingi var 63,2 milljarðar króna. Er það mun meiri halli en á sama tímabili í fyrra,en þá var hann 4,2 milljarðar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Halli á vöruviðskiptum á fyrri árshelmingi var 63,2 milljarðar króna. Er það mun meiri halli en á sama tímabili í fyrra,en þá var hann 4,2 milljarðar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Vöruviðskiptajöfnuðurinn versnaði því um 59 milljarða milli ára.

Mestu munar um samdrátt í verðmæti vöruútflutnings, eða 57,9 milljörðum. Mestu munar um verðmæti útfluttra sjávarafurða á fyrri árshelmingi en það var 22,4% lægra en á sama tímabili í fyrra.