[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það verða tvennir tónleikar á lokahelgi Sumartónleika við Mývatn um helgina en í kvöld klukkan 21 munu tenórinn Benedikt Kristjánsson og píanóleikarinn Bjarni Frímann Bjarnason koma fram í Reykjahlíðarkirkju.

Það verða tvennir tónleikar á lokahelgi Sumartónleika við Mývatn um helgina en í kvöld klukkan 21 munu tenórinn Benedikt Kristjánsson og píanóleikarinn Bjarni Frímann Bjarnason koma fram í Reykjahlíðarkirkju. Á efnisskrá verða sönglög eftir Emil Thoroddsen, Árna Thorsteinsson, Jón Leifs, F. Schubert, R. Schumann, R. Strauss og J. Brahms.

Annað kvöld verða síðan tónleikar klukkan 21 í Skútustaðakirkju en þar munu Benedikt og Bjarni Frímann aftur koma fram en í þetta skiptið leika aríur eftir G.F. Händel, J.S. Bach, Dowland, sönglög eftir Emil Thoroddsen, Jón Leifs og lög úr Malarastúlkunni fögru eftir Schubert. Þá má þess einnig geta að á morgun klukkan 14 verður messa í Bænhúsinu á Rönd við Sandvatn. Aðeins einu sinni áður hefur verið messað þar, en það var á tvítugs afmæli Sumartónleika við Mývatn.