Dekkjakurl Ný fylliefni verða notuð í stað kurlsins.
Dekkjakurl Ný fylliefni verða notuð í stað kurlsins.
Vinna er hafin við að fjarlægja dekkjakurl af fótboltavöllum við grunnskóla í Hafnarfirði. Dekkjakurlið verður fjarlægt af völlum við fjóra grunnskóla í bænum.

Vinna er hafin við að fjarlægja dekkjakurl af fótboltavöllum við grunnskóla í Hafnarfirði. Dekkjakurlið verður fjarlægt af völlum við fjóra grunnskóla í bænum.

Byrjað er að fjarlægja kurlið af fótboltavelli við Hraunvallaskóla en framkvæmdir við Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla munu hefjast í lok ágúst. Vonast er til þess að allt dekkjakurl verði farið af völlunum áður en skólar hefjast í haust.

Við Hraunvallaskóla verður notað nýtt vottað gúmmíefni sem uppfylliefni á völlinn en við Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla verður skipt alveg um grasmottur og verða þeir vellir án gúmmíuppfylliefna en sett verður gúmmímotta undir gervigrasið sem tryggir betri endingu, stöðugleika og gæði.

Fyrirtækið Metatron átti lægsta tilboðið í verkið en reiknað er með að vellirnir verði tilbúnir til notkunar í lok október. elvar@mbl.is