Ábæjarkirkja Árleg messa á morgun.
Ábæjarkirkja Árleg messa á morgun.
Hin árlega Ábæjarmessa verður haldin í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði á morgun, sunnudag. Athöfnin hefst kl.

Hin árlega Ábæjarmessa verður haldin í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði á morgun, sunnudag. Athöfnin hefst kl. 14 en vissara er fyrir messugesti að leggja tímanlega af stað því síðasti spölurinn að kirkjunni er ekki ökufær, enda fara Skagfirðingar í hópreið sem leggur af stað kl. 10 frá Gilsbakka.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, mun flytja hugvekju, sr. Gísli Gunnarsson þjónar fyrir altari og honum til aðstoðar verður sr. Halla Rut Stefánsdóttir. Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, verður meðhjálpari og organisti verður Stefán Gíslason, faðir Höllu Rutar. Að lokinni athöfn verður messukaffi á bænum Merkigili, sem systkini Helga heitins Jónssonar sjá um, síðasta ábúandans á Merkigili.