Gunnar Böðvarsson fæddist 8. ágúst 1916 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Böðvar Kristjánsson, f. 31.8. 1883, d. 29.6. 1920, menntaskólakennari og forstjóri í Reykjavík, og k.h. Guðrún Thorsteinsson, f. 7.6. 1891, d. 26.4. 1931, húsfreyja.

Gunnar Böðvarsson fæddist 8. ágúst 1916 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Böðvar Kristjánsson, f. 31.8. 1883, d. 29.6. 1920, menntaskólakennari og forstjóri í Reykjavík, og k.h. Guðrún Thorsteinsson, f. 7.6. 1891, d. 26.4. 1931, húsfreyja.

Gunnar varð stúdent í Reykjavík 1934, tók verkfræðipróf í stærðfræði, kraftfræði og skipavélfræði frá Tækniháskólanum í Berlín 1943. Að afloknu prófi um vorið 1943 fór hann til Kaupmannahafnar og vann hjá vélaverksmiðjunni Atlas til stríðsloka.

Eftir heimkomuna vorið 1945 réðst Gunnar til Rafmagnseftirlits ríkisins og varð forstöðumaður Jarðborana ríkisins og jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar 1947-1961 er hann hætti störfum þar. Þá stofnaði hann ásamt Sveini Einarssyni ráðgjafafyrirtækið Vermi, þar sem hann starfaði áfram að jarðhitamálum 1962-1964, er hann fluttist til Corvallis í Oregon. Þar var hann prófessor í stærðfræði og jarðeðlisfræði til dauðadags.

Hann dvaldi í tvö ár við nám í Cal. Tech.-háskólanum í Pasadena í Kaliforníu 1955-1957. Því námi lauk með doktorsprófi í jarðeðlisfræði.

Jafnframt aðalstörfum sínum hefur Gunnar fengist við ráðgjafastörf í jarðeðlisfræði, einkum jarðhitafræði, víðs vegar um heiminn, t.d. í Mið- og Suður-Ameríku, Kína og hér á Íslandi, einkum hjá Hitaveitu Reykjavíkur en einnig við Kröfluvirkjun og víðar.

Gunnar átti sæti í ótal nefndum og stjórnum bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Hann hlaut viðurkenningar fyrir störf sín m.a. frá Verkfræðingafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Ameríska jarðhitafélaginu.

Eiginkona Gunnars var Tove Böðvarsson, f. Christensen í Kaupmannahöfn 16.5. 1924, d. 16.6.1993, húsfreyja, síðast bús. í Bandaríkjunum. Börn þeirra: Guðrún Maríanne, Kristjana Ella og Örn Böðvar.

Gunnar Böðvarsson lést 9.5. 1989.