• Magnús Lárusson fékk í gær Albatross á Grafarholtsvelli þegar hann fór holu í höggi á 1. holu sem er par 4. • Magnús er fæddur 1985 og kemur úr Mosfellsbæ. Keppti hann lengi fyrir Kjöl en upp á síðkastið fyrir Jökul úr Ólafsvík.

Magnús Lárusson fékk í gær Albatross á Grafarholtsvelli þegar hann fór holu í höggi á 1. holu sem er par 4.

• Magnús er fæddur 1985 og kemur úr Mosfellsbæ. Keppti hann lengi fyrir Kjöl en upp á síðkastið fyrir Jökul úr Ólafsvík. Magnús varð tvívegis Íslandsmeistari unglinga. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari í deildakeppni GSÍ með sveit Kjalar. Magnús hefur sigrað á stigamótum GSÍ og er auk þess margfaldur klúbbmeistari hjá Kili og þrefaldur sigurvegari í Einvíginu á Nesinu. Magnús var landsliðsmaður í mörg ár áður en hann gerðist atvinnumaður.