Mæðgin Tinna Dögg Gunnarsdóttir og Atli Týr Jacobsen Helgason.
Mæðgin Tinna Dögg Gunnarsdóttir og Atli Týr Jacobsen Helgason. — Morgunblaðið/Golli
„Þetta eru einhverji tugir þúsunda, með nýjum skólatöskum fyrir tvíburana sem eru að byrja í fyrsta bekk.

„Þetta eru einhverji tugir þúsunda, með nýjum skólatöskum fyrir tvíburana sem eru að byrja í fyrsta bekk. En ég er ekki búin að reikna þetta nákvæmlega út,“ segir Tinna Dögg Gunnarsdóttir, sem var að kaupa skóladót ásamt syni sínum Atla Tý Jacobsen Helgasyni sem fer í 5. bekk.

Hún á fimm börn; fjögur í grunnskóla, tvíbura sem eru að hefja skólagöngu sína, eitt í 5. bekk og annað í 9. bekk. Elsta barnið er í menntaskóla og greiða foreldrarnir allan kostnað við bókakaup barna sinna.

Þrjú grunnskólabarnanna eru í Álfhólsskóla og sér skólinn um innkaup á öllum almennum skólavörum fyrir nemendur í þessum bekkjum gegn fjögur þúsund króna gjaldi á hvern nemanda. Það er í fyrsta skipti sem það er gert með þessum hætti. „Þetta er miklu betra, bæði er þetta tímasparnaður og mun ódýrara,“ segir Tinna og bendir á að fleiri skólar mættu taka þetta upp.

Mestu útgjöldin í upphafi þessa skólaárs eru kaup á skólatöskum fyrir þau yngstu. Verðið á þeim er í kringum 20 þúsund krónur.