Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður og stofnandi Ljóssins, segir söfnunina ganga framar vonum í ár. „Við byrjuðum með hlaupahóp í vor, sem er liður í endurhæfingunni, og þar hefur markmið flestra verið að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.

Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður og stofnandi Ljóssins, segir söfnunina ganga framar vonum í ár.

„Við byrjuðum með hlaupahóp í vor, sem er liður í endurhæfingunni, og þar hefur markmið flestra verið að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Og þau eru öll að fara að hlaupa tíu kílómetra í dag held ég.“

Að minnsta kosti 150 manns hlaupa til styrktar Ljósinu í ár og á fimmtu milljón króna hafa safnast.

Erna segist telja að fjölga muni um helming á þessu ári í hópi þeirra sem Ljósið sinnir.

„Ég hugsa að það verði hátt í tvö þúsund manns á þessu ári. Því er þessi söfnun hreinlega ómetanleg fyrir okkar starf og við erum ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem okkur hefur verið sýndur.“