Kuldalegur Þú veist ekki neitt, Jón Snjór.
Kuldalegur Þú veist ekki neitt, Jón Snjór.
Er hægt að fá sjónvarpsþáttafíkn? Þetta er spurning sem ég spyr sjálfan mig í hvert skipti sem ég horfi á Game of Thrones. Ég er ekki alveg týpan sem nennir að bíða eftir vikulegum þætti, þannig að ég kaupi gersemina á DVD og svo byrjar veislan.

Er hægt að fá sjónvarpsþáttafíkn? Þetta er spurning sem ég spyr sjálfan mig í hvert skipti sem ég horfi á Game of Thrones. Ég er ekki alveg týpan sem nennir að bíða eftir vikulegum þætti, þannig að ég kaupi gersemina á DVD og svo byrjar veislan.

Vandamálið er að þessir skrattakollar sem skrifa þættina, kunna þá list að skilja mann eftir á bjargbrúninni í lok hvers þáttar og þá er ekkert annað að gera en að skella næsta þætti í gang. Ég ætlaði að vera mjög atorkusamur heima við í fjarveru konu og barna en endaði með legusár og snakkbumbu eftir 10 þátta maraþon. Burtséð frá nektinni og ofbeldinu, þá er einhver saga þarna sem heldur mér pikkföstum. Persónur þáttanna eru líka hver annarri skemmtilegri, fyrir utan Sönsu Sark, sem er hrútleiðinleg.

Tyrion Lannister er einn af mínum uppáhaldskarakterum í Game of Thrones. Kannski eru það gáfurnar, enda tel ég mig vera mjög gáfaðan náunga. Kannski er það hárbeitt kaldhæðnin sem hann beitir en sjálfur nota ég kaldhæðni úr öllu hófi. Líklegasta skýringin er samt sú, að við erum álíka háir í loftinu.

Benedikt Grétarsson