Arnar Davíð Jónsson
Arnar Davíð Jónsson
Íslenska karlalandsliðið í keilu er komið til Brussel til að taka þátt í Evrópumeistaramóti karla í keilu sem fer fram 20. til 28. ágúst.
Íslenska karlalandsliðið í keilu er komið til Brussel til að taka þátt í Evrópumeistaramóti karla í keilu sem fer fram 20. til 28. ágúst. Strákarnir keppa í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi og fimm manna liði ásamt 212 keppendum frá 37 þátttökuþjóðum. Efstu 15 þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt á HM í Kuwait sem fram fer í desember 2017. Kvennalandsliðið tók þátt í EM fyrr á þessu ári og náði þá að tryggja sig inn á HM. Fyrirliði liðsins er Arnar Davíð Jónsson og Ásgrímur H. Einarsson er þjálfarinn.