Skáld Sigurbjörg Þrastardóttir og Ragnar Helgi Ólafsson eru meðal ungskálda sem lesa upp.
Skáld Sigurbjörg Þrastardóttir og Ragnar Helgi Ólafsson eru meðal ungskálda sem lesa upp.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð stendur fyrir viðburðinum Sagnaflóð milli kl. 14-17 á Menningarnótt þar sem tónlist og upplestrum verður tvinnað saman.

Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð stendur fyrir viðburðinum Sagnaflóð milli kl. 14-17 á Menningarnótt þar sem tónlist og upplestrum verður tvinnað saman.

Þar munu stíga á stokk framsækin ungskáld sem vakið hafa athygli með útgáfum hjá jaðarforlögunum Tunglinu og Partus Press. Áhersla verður lögð á ljóð, smásögur og örsögur.

Upplesarar verða:

Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Björk Þorgrímsdóttir, Björn Halldórsson og Sigurbjörg Friðriksdóttir.

Milli upplestra leika hljómsveitirnar Boogie Trouble og Teitur Magnússon fyrir gesti og gangandi.

Teitur Magnússon hefur undanfarin ár spilað sig inn í hjörtu landsmanna með þjóðlagaskotnu poppi sínu og diskósveitin Boogie Trouble hefur verið iðin við að koma ólíklegustu rössum á dansgólfið.