— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í tilefni af fyrirhuguðum tónleikum með poppstjörnunni Justin Bieber er þessa dagana verið að setja upp göngurana eða stálbrú meðfram veggjum Kórsins í Kópavogi þar sem tónleikarnir fara fram.
Í tilefni af fyrirhuguðum tónleikum með poppstjörnunni Justin Bieber er þessa dagana verið að setja upp göngurana eða stálbrú meðfram veggjum Kórsins í Kópavogi þar sem tónleikarnir fara fram. Mun stjarnan notast við ranann við sviðsframkomuna og til þess að ko ma sér á sviðið. „Með þessu er verið að bæta aðstöðu til hljómleikahalds og tryggja öryggi fólks og flytjenda þannig að opið sé í alla neyðarútganga,“ segir Alexander Bridde, stálsmíðameistari.