Gróðursæld Mikil gróðuraukning hefur verið í tjörninni undanfarin tvö ár.
Gróðursæld Mikil gróðuraukning hefur verið í tjörninni undanfarin tvö ár. — Morgunblaðið/Ófeigur
Vart hefur orðið við aukna gróðursæld í Reykjavíkurtjörn. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir að tjörnin sé „full af gróðri“ og að það hafi gerst á undanförnum tveimur árum.

Vart hefur orðið við aukna gróðursæld í Reykjavíkurtjörn. Snorri Sigurðsson, líffræðingur á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir að tjörnin sé „full af gróðri“ og að það hafi gerst á undanförnum tveimur árum. „Allt í einu eru farnar að vaxa í henni plöntur og það er ekki þessi þörungablómi sem gerði vart við sig fyrr í sumar. Þetta eru svokallaðar nikrur, tvær tegundir af nikrum sem þekja stóran hluta tjarnarinnar,“ segir Snorri. Að sögn hans þykir þessi þróun vera jákvæð sökum þess að plönturnar hreinsa vatnið sem er nú mun tærara en það hefur verið. „Vel má sjá það þegar gengið er eftir bakkanum að tjörnin er mjög tær,“ segir Snorri. Að sögn Snorra er þörungablómi, sem ekki þykir æskilegur og myndaði blágrænleita skán á tjörninni undir lok júlí, svo til farinn úr tjörninni. vidar@mbl.is