Menning DJ Margeir stendur að Karnivalinu ásamt Ofur og Nova.
Menning DJ Margeir stendur að Karnivalinu ásamt Ofur og Nova.
Karnival verður haldið á Klapparstígnum í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt en þangað eru allir velkomnir og dagskráin þétt. Staðsetning er við horn Hverfisgötu og Klapparstígs og má búast við ýmsum óvæntum uppákomum í ár.

Karnival verður haldið á Klapparstígnum í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt en þangað eru allir velkomnir og dagskráin þétt. Staðsetning er við horn Hverfisgötu og Klapparstígs og má búast við ýmsum óvæntum uppákomum í ár.

DJ Margeir og Ofur standa að Karnivalinu í samstarfi við Nova.

Mikið verður um fjölbreytt tónlistaratriði en fram koma Högni, Unnsteinn, Sísí Ey, RvkBatucada ásamt fleirum. Þá munu Gus Gus, Kiasmos, DJ Yamaho, KrBear og DJ Margeir einnig þeyta skífum á svæðinu.

Hefðbundin dagskrá hefst kl. 16.30 en kl. 12 verður sett upp Flennibraut Nova í samstarfi við Samsung. „Heilir 200 metrar af fjöri niður Klapparstíg frá Hverfisgötu alla leið niður á Skúlagötu,“ segir á vef Nova.

Þá verður einnig Yoga Moves, Dinner Beat, þ.e. lunch beat og fleira í boði þar til hefðbundinni dagskrá er ýtt úr vör.