Pírötum hefur verið breytt í eins máls stjórnmálaflokk sem hverfist fyrst og síðast um stjórnarskrármál stjórnlagaráðs. Þetta segir Erna Ýr Öldudóttir, fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata, í samtali við Morgunblaðið.
Pírötum hefur verið breytt í eins máls stjórnmálaflokk sem hverfist fyrst og síðast um stjórnarskrármál stjórnlagaráðs. Þetta segir Erna Ýr Öldudóttir, fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata, í samtali við Morgunblaðið. Hún segist sem fyrr aðhyllast öll grunngildi flokksins, svo sem upplýsinga- og netfrelsi og borgararéttindi. Vilji ekki skemma fyrir flokknum sínum en telji sér þó varla fært að kjósa hann í boðuðum alþingiskosningum. Persónulega gagnrýni á sig vegna ummæla um flokkinn segir Erna vera dapurlega. „Það er ekki hvetjandi að taka þátt í rökræðu um þessi mál þegar maður fær svona Hallmundarhraun yfir sig,“ segir Erna. 6