Duwayne Kerr
Duwayne Kerr
Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, mun yfirgefa herbúðir liðsins í lok ágúst Greint var frá félagsskiptunum á fótbolti.net í gær.

Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, mun yfirgefa herbúðir liðsins í lok ágúst Greint var frá félagsskiptunum á fótbolti.net í gær. Kerr er á leið í indversku ofurdeildina til Chennaiyn þar sem fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, Marco Materazzi, er við stjórnvölinn. Kerr gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið frá Noregi og hefur misst af nokkrum leikjum í sumar til að taka þátt í Copa America með jamaíska landsliðinu.

Í samtali við mbl.is staðfesti Victor Olsen, rekstrarstjóri meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, að félagsskiptin muni eiga sér stað.

„Já, það er staðfest að hann sé að fara til Indlands, hann fer eftir leikinn á móti Breiðabliki,“ sagði Victor og staðfesti einnig að lið í Evrópu hefðu haft áhuga á markmanninum. tfh@mbl.is