[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Markvörðurinn Joe Hart má fara ef hann vill frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City. Þetta sagði Pep Guardiola, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í gær. „Já, auðvitað (er ég opinn fyrir því að hann fari ef hann spyrði mig um það).

Markvörðurinn Joe Hart má fara ef hann vill frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City. Þetta sagði Pep Guardiola, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í gær.

„Já, auðvitað (er ég opinn fyrir því að hann fari ef hann spyrði mig um það). Ég vil að leikmenn mínir séu ánægðir, sagði Guardiola.

„Ég vil ekki að leikmenn séu hérna ef þeir eru ekki ánægðir. Ég sagði við hann að ef hann yrði hér áfram myndi hann bæta sig. Hann mun skilja það hvað við viljum frá markvörðum okkar, sagði Guardiola, en Hart er 29 ára gamall og hefur verið markvörður Manchester City frá árinu 2006 og á að baki 266 leiki fyrir félagið.

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem markverði og persónu. Ég þekki gildi hans og hæfileika og var alveg skýr við hann að hverju ég væri að leita. Ef Joe verður hér áfram verður hann það sem leikmaður sem berst við aðra um að sannfæra mig um að láta hann spila, sagði Guardiola.

Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæma ekki á Íslandsmótinu í handknattleik sem hefst í næsta mánuði. Þeir hafa ákveðið að leggja skó sína og flautur á hilluna góðu eftir 34 ár sem dómarar en á þeim tíma hafa þeir dæmt um 1.700 kappleiki í öllum aldursflokkum í handknattleik.

Gísli tilkynnir ákvörðun þeirra á Facebook-síðu sinni í gær.

Fáir dómarar hafa verið duglegri við að dæma handboltaleiki á síðustu árum en þeir félagar. Þeir hafa staðið í eldlínunni í úrslitaleikjum jafnt í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarkeppninni. Auk þess hefur Gísli verið afar virkur í félagsskap dómara og m.a. verið formaður dómarafélagsins. Gísli dæmdi einnig um árabil í knattspyrnu.

Þeir voru sæmdir gullmerki HSÍ vorið 2014.

Íslenska U18 ára landsliðið í handknattleik karla tapaði með fimm mörkum gegn Dönum, 33:28, á Evrópumóti 18 ára landsliða í Króatíu í kvöld. Tapið þýðir að Ísland mun leika um 7. sætið í keppninni við annaðhvort Spánverja eða Serba kl. 8 á sunnudagsmorgun.

Ísland hóf leikinn af miklum krafti og komst fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en Danir minnkuðu smám saman muninn á ný. Staðan í hálfleik var þó 16:13 Íslandi í vil.

Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu Danir loksins metin og sigldu svo fram úr íslensku strákunum á lokamínútunum.