Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Manchester United fer mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undir stjórn José Mourinho. United sigraði Southampton 2:0 í gærkvöldi þar sem Paul Pogba lék sinn fyrsta leik með liðinu í rúmlega fjögur ár.

Manchester United fer mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undir stjórn José Mourinho. United sigraði Southampton 2:0 í gærkvöldi þar sem Paul Pogba lék sinn fyrsta leik með liðinu í rúmlega fjögur ár. Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur feril sinn sem leikmaður United með miklum látum. Hann var á skotskónum í fyrstu umferðinni, gegn Bournemouth, og í gærkvöldi skoraði hann bæði mörkin. Það fyrra gerði hann með hörkuskalla eftir sendingu frá Wayne Rooney á 35. mínútu og seinna markið skoraði Svíinn úr vítaspyrnu eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Jordy Clasie braut á Luke Shaw.

johann@mbl.is