Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var hetja Horsens þegar liðið sigraði Lyngby, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Kjartan Henry hóf leikinn á varamannabekknum hjá Horsens. Kim Aabech kom Horsens yfir á 5.

Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var hetja Horsens þegar liðið sigraði Lyngby, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Kjartan Henry hóf leikinn á varamannabekknum hjá Horsens. Kim Aabech kom Horsens yfir á 5. mínútu en einni mínútu síðar jafnaði Mikkel Jensen metin fyrir Lyngby.

Staðan var jöfn þegar Kjartan Henry kom inn á, þremur mínútum fyrir leikslok. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða en hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og tryggði Horsens öll stigin.

Albert Guðmundsson skoraði einnig sigurmark á 49. mínútu þegar unglinga- og varalið PSV, Jong PSV, sigraði Emmen 1:0 í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.