Hagnaður HS Veitna á fyrri helmingi ársins var 404 milljónir kóna og er það nokkur aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður var 338 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega milli sambærilegra tímabila, úr 2.

Hagnaður HS Veitna á fyrri helmingi ársins var 404 milljónir kóna og er það nokkur aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður var 338 milljónir króna.

Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega milli sambærilegra tímabila, úr 2.861 milljón fyrstu sex mánuði í fyrra í 2.919 milljónir á fyrri hluta þessa árs.

Heildareignir félagsins námu 20,5 milljörðum króna í lok júní og höfðu aukist um rúmlega 100 milljónir frá áramótum. Eigið fé dróst lítillega saman á sama tímabili og var 8,4 milljarðar í lok júní.

Í skýringum með árshlutareikningi kemur fram að félagið er í ábyrgð fyrir skuldbindingum HS Orku að fjárhæð 8,7 milljarðar króna. Jafnframt að það sé mat stjórnenda HS Veitna að hverfandi líkur séu á að á ábyrgðina reyni. jonth@mbl.is