Skáldkona Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
Skáldkona Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
Bókin Líf annarra eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur hefur verið endurútgefin og af því tilefni bjóða Eymundsson, Bókaútgáfan Sæmundur og Reykjavík bókmenntaborg upp á kynningu á verkum skáldkonunnar kl. 14 - 15 á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst.

Bókin Líf annarra eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur hefur verið endurútgefin og af því tilefni bjóða Eymundsson, Bókaútgáfan Sæmundur og Reykjavík bókmenntaborg upp á kynningu á verkum skáldkonunnar kl. 14 - 15 á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst.

Dagskráin er í Eymundsson í Austurstræti, kaffi og konfekt í boði.

Oddný Eir rithöfundur og Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur flytja stutt erindi þar sem þær ræða um höfundinn og hina nýútkomnu bók auk þess sem lesið verður upp úr bókinni.

Megas, sonur Þórunnar, bregður undir nálina nokkrum vel völdum lögum frá fjórða áratugnum, sem er ritunar- og sögutími bókarinnar.