Geðlyf Ekki eru allir á eitt sáttir með notkun þeirra.
Geðlyf Ekki eru allir á eitt sáttir með notkun þeirra.
Ef litið er á geðlyfjanotkun á Íslandi, sérstaklega hvað varðar lyfjagjöf til unglinga, sem bara fyrir nokkrum árum var meiri en í grannríkjum okkar, hlýtur sú spurning að vakna af hverju ekki er veitt meðferð í staðinn með hliðsjón af öllum nýju...

Ef litið er á geðlyfjanotkun á Íslandi, sérstaklega hvað varðar lyfjagjöf til unglinga, sem bara fyrir nokkrum árum var meiri en í grannríkjum okkar, hlýtur sú spurning að vakna af hverju ekki er veitt meðferð í staðinn með hliðsjón af öllum nýju „röskununum“ sem hafa komið til svo að um rúma tvöföldun frá 1968 er að ræða? Þó er ekki tekið fram hvað í huganum hefur raskast heldur er einkennum einungis lýst.

Ef verkfræðingur hyggst leggja veg eða byggja brú gerir hann teikningu sem sýnir hann/hana og hefst síðan handa við verkið. Ef ekki er hægt að útlista þær 374 raskanir sem taldar eru upp í Handbók tölfræði og greininga IV, svo að úr megi bæta á hugarplaninu, eru þær til lítils.

Að lokum hópur sem lítið er rætt um, það er þeir sem neyddir eru til að taka umtöluð lyf! Í ljósi ofannefndra staðreynda, mætti ekki setja sama spurningarmerkið þar?

Friðrik Gíslason.