Löndun Bátar hafa náð fullfermi á nokkrum klukkustundum.
Löndun Bátar hafa náð fullfermi á nokkrum klukkustundum. — Morgunblaðið/Þórður
„Það er makríll um allan sjó hérna, það er ekki flókið,“ segir Vigfús Vigfússon, skipstjóri og eigandi Daggar SU 118. Landburður hefur verið af makríl í Keflavík síðustu vikur og Döggin hefur landað um 250 tonnum.

„Það er makríll um allan sjó hérna, það er ekki flókið,“ segir Vigfús Vigfússon, skipstjóri og eigandi Daggar SU 118. Landburður hefur verið af makríl í Keflavík síðustu vikur og Döggin hefur landað um 250 tonnum.

Veiðarnar hafa vakið mikla athygli því bátarnir hafa sótt rétt út fyrir höfnina í Keflavík og auðvelt er fyrir fólk í landi að fylgjast með þeim. Bátarnir hafa náð fullfermi á nokkrum klukkustundum og landað 2-3 sinnum á dag. Löndunarbið hefur verið hjá bátunum og áhöfn Daggarinnar þurfti að bíða alls í átta klukkustundir á fimmtudag eftir löndun.

Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, segir að smábátar þaðan hafi rótfiskað af makríl undanfarið. 10