Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitasmótinu, en það fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitasmótinu, en það fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, Axel Bóasson GK, Þórður Rafn Gissurarson GR og Birgir Leifur Hafþórsson GKG eru allir jafnir á -3 eftir fyrsta hringinn.

Alls léku 13 kylfingar á pari eða undir pari vallarins á fyrsta keppnisdegi af þremur. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta hring. Ragnhildur er á +2 en fast á hæla hennar kemur Saga Traustadóttir, einnig úr GR á +3. Nína Björk Geirsdóttir úr GM er á +4 í 3. sæti en fjórar eru jafnar í 4. til 7. sæti; Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Heiða Guðnadóttir úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS.