Sindri Einarsson
Sindri Einarsson
Eftir Sindra Einarsson: "Í öðru lagi þurfum við Íslendingar að stofna okkar eigin leyniþjónustu af sömu tegund sem Bretar eða Bandaríkin hafa."

Ef marka má orð yfirmanna hjá Ríkislögreglustjóra er lögreglan á engan hátt búin undir hryðjuverkaárás hér á landi.

Ef þetta er rétt, sem ég efast ekki um að sé rétt, verðum við sem umboð þjóðarinnar höfum að gera eitthvað í þeim málum.

En hvað er hægt að gera, eru ekki allar þjóðir vanbúnar því að hryðjuverk gerist?

Nei, Ísland er alveg sér á báti hvað það varðar. Ég hef hugmyndir um hvernig mætti laga þetta.

Í fyrsta lagi þarf að fá erlenda þjálfara hingað til lands, þá sérstaklega frá bandarísku alríkislögreglunni, „counter terrorism division“. Einnig hafa Bretar gríðarlega þekkingu á þessum málum og eru m.a. með MI5 sem er innanríkisleyniþjónusta Breta. Í öðru lagi þurfum við Íslendingar að stofna okkar eigin leyniþjónustu af sömu tegund sem Bretar eða Bandaríkin hafa.

Á tækniöld þarf að vera virkt eftirlit með öllu sem menn birta á netinu. En netið er aðalráðningarkerfi hryðjuverkasamtaka ISIS. Einnig þarf að hlusta á samskipti múslima (þeirra allra), sérstaklega á stöðum þar sem þeir hafa bænahald.

Í þriðja lagi þarf að efla tollgæsluna þannig að þeir geti verið öruggir um það að enginn gámur sleppi í gegn nema hann sé að fullu skoðaður. Gera þarf þetta vel. Hægt er að byggja leynistað innan gámsins. Í sumum tilfellum er um að ræða styttri gám að innanverðu en sýnist að utanverðu.

Einnig þarf að skoða alla bíla og búslóðaflutninga hingað til lands.

Í fjórða lagi: herða ber verulega refsingar fyrir smygl hingað til lands ef um er að ræða vopn. Vissulega er hér rætt um hugsanlega skerðingu á ákveðnu frelsi en við getum ekki tekið sénsinn á að vopn komi hingað til lands.

Í fimmta lagi þarf víkingasveit lögreglunnar að vera sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi manna kemur saman.

Í sjötta lagi: banna verður fjölmenn mótmæli og leyfi þarf að veita fyrir mótmælum þannig að lögregla geti til lengri tíma tryggt öryggi þeirra er mótmæli hafa. Sá sem þetta skrifar er í framboði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stefnir á 5. sæti.

Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.