Samfylkingin Oddný tók við af Árna Páli.
Samfylkingin Oddný tók við af Árna Páli.
Um 30% kjósenda telja koma til greina að kjósa Samfylkinguna í næstu alþingiskosningum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir flokkinn, sem birt var í gær.

Um 30% kjósenda telja koma til greina að kjósa Samfylkinguna í næstu alþingiskosningum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir flokkinn, sem birt var í gær. Alls 8,4% segja að það komi sterklega til greina að kjósa Samfylkinguna í haust og rúm 22% að það geti komið til greina.

Flokkurinn túlkar könnunina nú sem svo að mikil sóknarfæri séu til staðar, segir á vefsetri Samfylkingarinnar. Þar segir enn fremur að þrátt fyrir fylgismælingar undangenginna mánaða, sem ekki hafa verið flokknum í vil, séu fjölmargir tilbúnir að skoða þann möguleika að kjósa Samfylkinguna og það sé góðs viti.

Skoðanakönnunin var gerð 26. júlí til 8. ágúst. Úrtakið var 1.441 manns á öllu landinu og var svarhlutfallið um 60%.