Árið 2006 gaf Mál og menning út kennslubók í sögu, Nýja tíma , ætlaða framhaldsskólanemum. Sigurður Ragnarsson sagnfræðingur skrifaði erlenda efnið. Hann er sannfærður marxisti og vann að Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út á íslensku 1968.

Árið 2006 gaf Mál og menning út kennslubók í sögu, Nýja tíma , ætlaða framhaldsskólanemum. Sigurður Ragnarsson sagnfræðingur skrifaði erlenda efnið. Hann er sannfærður marxisti og vann að Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út á íslensku 1968.

Sigurður lýsir svo stef nu Josífs Stalíns á bls. 227: „Þegar Stalín hafði öðlast óskoruð völd árið 1928 hófst hann handa um stórfellda iðnvæðingu á grundvelli svokallaðra fimm ára áætlana, jafnframt því sem komið var á samyrkjubúskap í landbúnaði. Samyrkjustefnan var framkvæmd í óþökk mikils hluta bænda og bitnaði það á landbúnaðarframleiðslunni. Iðnaðarframleiðsla jókst hins vegar hröðum skrefum næsta áratuginn, uns svo var komið árið 1940 að Sovétríkin töldust annað mesta iðnveldi heims. Þessi árangur vakti mikla athygli umheimsins, enda var heimskreppan mikla í algleymingi.“

Þótt Sigurður segi, að samyrkjustefnan hafi verið framkvæmd „í óþökk“ bænda, flýtir hann sér að draga úr fullyrðingunni með því að hnýta við orðunum „mikils hluta“. En sannleikurinn er sá, að Stalín hóf upp úr 1930 vægðarlaust stríð gegn bændastéttinni, sem vildi ekki afhenda ríkinu alla uppskeru sína. Þetta stríð „bitnaði“ ekki aðeins „á landbúnaðarframleiðslunni“, heldur voru sex milljónir manna sveltar til bana í landbúnaðarhéruðum Ráðstjórnarríkjanna, auk þess sem tvær milljónir voru fluttar í þrælkunarbúðir til Norður-Rússlands, Síberíu og Kasakstans, og féllu þá margir. Þetta hefur verið vitað áratugum saman, og þegar rússnesk skjalasöfn opnuðust upp úr 1990, var það eftirminnilega staðfest.

Malcolm Muggeridge og fleiri sannorðir fréttaritarar þeirrar tíðar sögðu umheiminum frá þessum hræðilegu atburðum. Rússnesk stjórnvöld reyndu hins vegar eftir megni að leyna hungursneyðinni og nauðungarflutningunum. Þeim tókst það svo vel, að árið 2006 vissi Sigurður Ragnarsson ekki einu sinni af neinu þessu og treysti sér þó til að skrifa kennslubók í nútímasögu handa framhaldsskólanemum.

Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar

Hannes H. Gissurarson

hannesgi@hi.is