Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson
Þýska liðið Bergischer tapaði fyrir Erlangen 35:26 er liðin mættust í þýsku fyrstu deildinni í handbolta í gærkvöldi. Bergischer er í næstneðsta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir.

Þýska liðið Bergischer tapaði fyrir Erlangen 35:26 er liðin mættust í þýsku fyrstu deildinni í handbolta í gærkvöldi.

Bergischer er í næstneðsta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir.

Sigur Erlangen var aldrei í hættu að þessu sinni, en liðið var sex mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks.

Liðið bætti þremur mörkum við forystuna í síðari hálfleik og lauk leiknum með sigri Erlangen 35:26.

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson gerði þrjú mörk fyrir Bergischer en Björgvin Páll Gústavsson ver mark liðsins.

Bergischer hefur aðeins unnið tvo af fyrstu tólf leikjum í deildinni og er í næstneðsta sætinu með fimm stig. brynjar@mbl.is