Samkvæmt almennum kjarasamningum greiðist desemberuppbót til launafólks eigi síðar en 15. desember, segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.
Samkvæmt almennum kjarasamningum greiðist desemberuppbót til launafólks eigi síðar en 15. desember, segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú 82 þúsund krónur og greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og -hlutfall. Fullt ársstarf telst að minnsta kosti 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Starfsmenn sem eru í starfi í fyrstu viku desember eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslega miðað við starfstíma. Aðrir þurfa að hafa unnið minnst tólf vikur síðasta árið til að eiga rétt á uppbótinni.