Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2026 kemur m.a.

Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2026 kemur m.a. fram að fjarskipti verði sífellt mikilvægari fyrir vegfarendur og að sjálfkeyrandi ökutæki séu líkleg til að aka um vegi hér á landi innan þess tímabils sem áætlunin nær til. En slík tækni byggist mjög á aðgengi að áreiðanlegum fjarskiptum.

Rekstur, viðhald og uppbygging vegakerfisins hafa að miklu leyti verið fjármögnuð með mörkuðum tekjum sem koma að stærstum hluta af bensín- og olíugjaldi. Til að mæta tekjutapi vegna fjölgunar bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti þarf að huga að nýju kerfi, s.s. notkunargjöldum þar sem greitt er fyrir ekna kílómetra.