Hluti eins myndverks Önnu.
Hluti eins myndverks Önnu.
Sýning á verkum eftir Önnu Gunnarsdóttur textíllistakonu verður opnuð í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, klukkan 15 í dag, laugardag. Sýninguna kallar hún Sensitive Landscape .

Sýning á verkum eftir Önnu Gunnarsdóttur textíllistakonu verður opnuð í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, klukkan 15 í dag, laugardag. Sýninguna kallar hún Sensitive Landscape .

Verkin eru smá myndbrot sem sjást í náttúru landsins og eru öll gerð úr silki og ull sem Anna málar og formar eftir japanskri shibory-tækni. Anna hefur unnið við textíl í aldarfjórðung og hefur þróað persónulega aðferð við þæfingu.