Petr Pavel
Petr Pavel
Petr Pavel, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, flytur fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu mánudaginn 21. nóvember klukkan 12 til 13. Heiti fyrirlestursins er: NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu.

Petr Pavel, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, flytur fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu mánudaginn 21. nóvember klukkan 12 til 13. Heiti fyrirlestursins er:

NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu.

Í tilkynningu frá Varðbergi segir að undanfarin misseri hafi sú breyting orðið á stöðu öryggismála í Evrópu að meiri athygli en áður beinist að jaðarsvæðunum í suðri og norðri. Spenna hafi vaxið á Eystrasalti og fjögur herfylki undir merkjum NATO verði á næsta ári flutt til Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands. Á Varðbergsfundinum gefist einstakt tækifæri til að kynnast viðhorfi formanns hermálanefndar NATO til nýrra áskorana bandalagsins í Norður-Evrópu.