José Mourinho
José Mourinho
Arsene Wenger freistar þess í dag kl. 12.30 á Old Trafford að stýra Arsenal í fyrsta sinn til sigurs gegn liði José Mourinho í deildarleik, í 12. tilraun. Þegar Mourinho stýrði Chelsea tókst Wenger aldrei að landa sigri gegn liðinu.

Arsene Wenger freistar þess í dag kl. 12.30 á Old Trafford að stýra Arsenal í fyrsta sinn til sigurs gegn liði José Mourinho í deildarleik, í 12. tilraun.

Þegar Mourinho stýrði Chelsea tókst Wenger aldrei að landa sigri gegn liðinu. Ljóst er að grunnt er á því góða á milli stjóranna en Mourinho hefur lýst Wenger sem „sérfræðingi í mistökum“ og ítrekað minnt á að langt sé síðan Arsenal vann titilinn síðast, en það var árið 2004. Portúgalinn hélt áfram í gær:

„Í þessum leik erum við að tala um stjóra sem hafa unnið sex eða sjö Englandsmeistaratitla. Ég er með þrjá og hann þrjá eða fjóra. Þýðir það að við eigum rétt á virðingu, líka þegar það gengur illa? Ég tel að Wenger fái þá virðingu frá ykkur [fjölmiðlum], en ekki ég. Samt vann ég titil fyrir 18 mánuðum, en ekki 18 árum,“ sagði Mourinho. sindris@mbl.is