Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna ítrekaðra nauðgana, árása, blygðunarsemisbrota og ærumeiðinga gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður.

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna ítrekaðra nauðgana, árása, blygðunarsemisbrota og ærumeiðinga gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður. Þá braut maðurinn einnig ítrekað gegn nálgunarbanni þegar hann setti sig í samband við konuna. Hann var auk fangavistar dæmdur til að greiða þrjár milljónir króna í miskabætur.

Maðurinn játaði hluta brotanna fyrir dómi og var það metið honum til málsbóta. Dómurinn telur þó alvarleika brotanna vega til þyngingar, enda hafi maðurinn um langa hríð ítrekað brotið á konunni og það af einbeittum brotavilja. Það hafi m.a. gerst á sjúkrahúsi, þar sem konan lá með nýfædda tvíbura þeirra.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi nauðgað konunni tvisvar, meðal annars með því að binda hana og hengja upp á krók. Eftir að hann losaði konuna niður neyddi hann hana til endaþarms- og munnmaka. Þá veittist maðurinn margsinnis að konunni, sló, reif hár og gaf olnbogaskot.