Hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg verður um helgina og að þessu sinni í Hörpu. Boðið er upp á afar fjölbreytilega dagskrá báða dagana, samræður rithöfunda og upplestur úr nýjum bókum.
Hin árlega Bókamessa í Bókmenntaborg verður um helgina og að þessu sinni í Hörpu. Boðið er upp á afar fjölbreytilega dagskrá báða dagana, samræður rithöfunda og upplestur úr nýjum bókum. Meðal dagskrárliða er Ljóðastund klukkan 16 í dag þar sem meðal annarra Sigurður Pálsson, handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, les úr nýrri bók sinni.