Íslandsmeistari unglinga Bárður Örn Birkisson sigraði á Unglingameistaramóti Íslands skipuðu skákmönnum 22 ára og yngri. Bárður hlaut 5½ vinning af sex mögulegum en Dagur Ragnarsson varð í 2. sæti hlaut 4 vinninga. Með sigrinum vann Bárður sér keppnisrétt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands á næsta ári. Mótið í ár var helgað minningu Sveins Gunnars Gylfasonar, unglingameistara Íslands árið 1980, sem lést sviplega árið 1983 aðeins 16 ára gamall. Fjölskylda Sveins gaf nýjan bikar til mótsins, en það var systir Sveins, Bára Kolbrún Gylfadóttir, sem afhenti Bárði Sveinsbikarinn.
Íslandsmeistari unglinga Bárður Örn Birkisson sigraði á Unglingameistaramóti Íslands skipuðu skákmönnum 22 ára og yngri. Bárður hlaut 5½ vinning af sex mögulegum en Dagur Ragnarsson varð í 2. sæti hlaut 4 vinninga. Með sigrinum vann Bárður sér keppnisrétt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands á næsta ári. Mótið í ár var helgað minningu Sveins Gunnars Gylfasonar, unglingameistara Íslands árið 1980, sem lést sviplega árið 1983 aðeins 16 ára gamall. Fjölskylda Sveins gaf nýjan bikar til mótsins, en það var systir Sveins, Bára Kolbrún Gylfadóttir, sem afhenti Bárði Sveinsbikarinn. — Morgunblaðið/Guðmundur Ólafs
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Magnúsi Carlsen gengur illa að finna höggstað á mótherja sínum, Sergei Karjakin, í heimsmeistaraeinvíginu í New York. Það sannaðist í þriðju og fjórðu einvígisskákinni fyrr í vikunni, en sigurlíkar hans í báðum skákunum voru miklar en uppskeran rýr.

Magnúsi Carlsen gengur illa að finna höggstað á mótherja sínum, Sergei Karjakin, í heimsmeistaraeinvíginu í New York. Það sannaðist í þriðju og fjórðu einvígisskákinni fyrr í vikunni, en sigurlíkar hans í báðum skákunum voru miklar en uppskeran rýr. Í fimmtu skákinni á fimmtudagskvöldið var eins og vonbrigðin með niðurstöðuna hefðu slæm áhrif á taflmennsku hans og alla ákvarðanatöku. Hann náði að vísu að byggja upp örlítið betra tafl í byrjun tafls en þegar peðameirihluti hans á kóngsvæng þokaðist áfram missti sú atlaga marks því að kóngur Karjakins hafði áður tekið á sig ferðalag yfir á drottningarvænginn, þar sem fyrir var skjól gott. Aðdáendum norska heimsmeistarans var ljóst að þeirra maður var að leika sér að eldinum; peðsleikir hans afhjúpuðu nefnilega ákveðna veikleika í eigin kóngsstöðu og hann virtist ekki einu sinni vera með tímamörkin við 40. leik á hreinu. Skyndilega fékk Karjakin fyrsta tækifæri sitt til að tefla sigurs:

New York 2016; 5. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

42. ... d4!

Gefur peð en vinnur d5-reitinn fyrir biskupinn.

43. Dxd4!?

„Vélarnar“ voru á því að þetta væri ónákvæmni en ekkert hefur sannast í þeim efnum.

43. ... Bd5!?

43. .. Hh8 virtist betra, en hvítur getur bjargað sér með 44. De4! Dh6 45. Kf1 Dh1+ 46. Ke2 þó að svarta staðan sé áfram vænleg eftir 46. ... Bd5.

44. e6!

Geldur í sömu mynt og opnar línur.

44. ... Dxe6 45. Kg3 De7 46. Hh2! Df7 47. f4 gxf4+ 48. Dxf4 De7 49. Hh5! Hf8 50. Hh7 Hxf4 51. Hxe7 He4

Knýr fram hrókakaup og steindautt jafntefli.

Í gærkvöldi kl. 19 hófst svo baráttan aftur. Aftur varð jafntefli, eftir aðeins 32 leiki, og báðir virtust þreyttir. „Skyldan“ býður stjórnanda hvíta liðsaflans að reyna að tefla til vinnings undir þessum kringumstæðum en Karjakain var greinilega sáttur við skiptan hlut.

Í „hálfleik“ hefur því öllum skákunum sex lokið með jafntefli, sem er auðvitað fullmikið af því góða en þó ekki met í heimsmeistaraeinvígjum; Karpov og Kortsnoj gerðu jafntefli í fyrstu sjö skákum sínum í Baguio á Filippseyjum árið 1978 og Kasparov og Anand hófu PCA-heimsmeistaraeinvígi sitt í New York árið 1995 með átta jafnteflum. Ekkert skorti á dramatík í lokakafla þessara einvígja og það mun draga til tíðinda á næstu dögum í heimsborginni. Leikir í gærkvöldi gengu þannig fyrir sig:

New York 2016; 6. einvígisskák:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Spænskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. h3 Bb7 9. d3 d5 10. exd5 Rxd5 11. Rxe5 Rd4 12. Rc3 Rb4 13. Bf4 Rxb3 14. axb3 c5

Endurbót Magnúsar. Áður hefur verið leikið 14. ... Rd5 eða 14. ... f6.

15. Re4 f6 16. Rf3 f5 17. Reg5 Bxg5 18. Rxg5 h6 19. Re6 Dd5 20. f3 Hfe8 21. He5 Dd6

22. c3

Sem fyrr er Karjakin sáttur við jafntefli. Hann gat reynt 22. He2 Dd7 23. Rc7 Hxe2 24. Dxe2 Hc8 25. He1!? þó að svartur geti varist með 25. ... Dd4+! 26. De3 Rxc2 o.s.frv. Nú verður staðan afar jafnteflisleg með mislitum biskupum.

22. ... Hxe6 23. He6 Dxe6 24. cxb4 cxb4 25. Hc1 Hc8 26. Hxc8 Dxc8 27. De1 Dd7 28. Kh2 a5 29. De3 Bd5 30. Db6 Bxb3 31. Dxa5 Dxd3 32. Dxb4 Be6

- Jafntefli.

Sjöunda skákin verður tefld á morgun, sunnudag.