Ávarp Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags.
Ávarp Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags. — Morgunblaðið/Golli
Hið íslenska bókmennafélag fagnar því í ár að tvö hundruð ár eru liðin frá stofnun félagsins og á þeim tíma hefur félagið staðið fyrir fjölbreytilegri starfsemi, ekki síst veglegu útgáfustarfi.

Hið íslenska bókmennafélag fagnar því í ár að tvö hundruð ár eru liðin frá stofnun félagsins og á þeim tíma hefur félagið staðið fyrir fjölbreytilegri starfsemi, ekki síst veglegu útgáfustarfi. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, klukkan 14.

Á dagskrá hátíðarinnar, sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, stýrir, eru meðal annars ávörp Jóns Sigurðssonar, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Kristinn Sigmundsson söngvari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja valin sönglög frá stofnári félagsins, 1816, eftir Beethoven, Schubert og Rossini, og þá er undir yfirskriftinni Svipþyrping sækir þing brugðið upp svipmyndum af helstu forvígismönnum í 200 ára sögu bókmenntafélagsins. Höfundar og flytjendur atriðanna eru leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Helena Stefánsdóttir myndbandshönnuður og leikstjórinn Marta Nordal.