Myndlistarkonan Steinunn Gunnlaugsdóttir er einn sýnenda á hótelinu.
Myndlistarkonan Steinunn Gunnlaugsdóttir er einn sýnenda á hótelinu. — Morgunblaðið/Kristinn
Þrjár einkasýningar verða settar upp og einungis opnar gestum á þremur klukkustundum á Oddsson hótelinu að Hringbraut 121 í dag, laugardag, frá kl. 16 til 19.

Þrjár einkasýningar verða settar upp og einungis opnar gestum á þremur klukkustundum á Oddsson hótelinu að Hringbraut 121 í dag, laugardag, frá kl. 16 til 19.

Sýningaverkefni listamannanna þriggja kallast Þrjú tonn af sandi og munu listamennirnir Bryndís Björnsdóttir, Snorri Páll og Steinunn Gunnlaugsdóttir opna sýningar í sama hótelherberginu.

Kl. 16 verður opnuð sýning Steinunnar, Klefi ; sögð opna óbrjótanleg og gagnsæ ormagöng. Kl. 17 hefst sýning Bryndísar, Landráð I , og er fyrsti liður listrannsóknarseríu. Og kl. 18 hefst sýning Snorra Páls, SVIÐSETHNIC , unnin út frá skrásetningu Sævars Marinós Ciesielski á ferðum sínum dagana í kringum 19. nóvember 1974, kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf.