Eftir Jón E. Böðvarsson: "Undirritaður vill koma á framfæri leiðréttingu við greinina „Merk tímamót á starfsvettvangi Ísavía 2016 og 2017“ sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 12. nóvember 2016."

Undirritaður vill koma á framfæri leiðréttingu við greinina „Merk tímamót á starfsvettvangi Ísavía 2016 og 2017“ sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 12. nóvember 2016.

Í umræddri grein segir: „Bandaríkjamenn kostuðu að mestu leyti gerð nýju flugstöðvarinnar og varð...“

Hið rétta er að upphafleg kostnaðaráætlun nam 42 mill. USD. Bandaríkjamenn skuldbundu sig til að greiða 20 mill. USD og var þeirra framlag föst fjárhæð. Við opnun flugstöðvarinnar þann 14. apríl 1987 hafði byggingarkostnaður hækkað töluvert af ýmsum orsökum sem ekki verða tíundaðar hér. Framlag Bandaríkjamanna var óbreytt fjárhæð eins og áður sagði þannig að hækkun byggingarkostnaðar féll á íslenska ríkið.

Því fer fjarri að Bandaríkjamenn hafi kostað gerð nýju flugstöðvarinnar að mestu leyti. Þess má þó geta að Bandaríkjamenn stóðu að öllu leyti við gerða samninga og bar aldrei skugga á þau samskipti.

Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Byggingarnefndar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.