Til viðbótar við þau mál sem nefnd hafa verið hér var fyrr á þessu ári ákært í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Þar ákærir héraðssaksóknari fyrir meint brot starfsmanna Glitnis við að halda verði bréfa bankans uppi.

Til viðbótar við þau mál sem nefnd hafa verið hér var fyrr á þessu ári ákært í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Þar ákærir héraðssaksóknari fyrir meint brot starfsmanna Glitnis við að halda verði bréfa bankans uppi. Er það meðal annars gert með að kaupa mikið magn bréfa á markaði og selja þau svo áfram til félaga utan markaðs þar sem kaupin voru að fullu fjármögnuð af Glitni sjálfum.

Um er að ræða lán og kaup sem einkahlutafélög 14 starfsmanna bankans fengu í maí árið 2008. Frá desember 2007 til febrúar 2008 hafði bankinn áður lánað hinum ýmsu eignarhaldsfélögum yfir 20 milljarða til að kaupa bréf í bankanum, en á þessum tíma fóru hlutabréf hans sílækkandi. Aðalmeðferð í því máli hefur ekki enn farið fram.