Kjötborð Úrval af fersku kjöti eykst ef lögum verður breytt.
Kjötborð Úrval af fersku kjöti eykst ef lögum verður breytt. — Morgunblaðið/Golli
„Mér kemur þessi niðurstaða býsna mikið á óvart. Það má velta því fyrir sér hvort héraðsdómur taki Evrópurétt fram yfir íslensk lög.

„Mér kemur þessi niðurstaða býsna mikið á óvart. Það má velta því fyrir sér hvort héraðsdómur taki Evrópurétt fram yfir íslensk lög. Ég tel þetta óásættanlegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um dóm héraðsdóms þar sem ríkinu er gert að greiða fyrirtæki skaðabætur fyrir kjöt sem það fékk ekki að flytja ófrosið inn í landið. Var talið að íslensk lög hefðu ekki verið löguð að Evrópureglum. Ekki væri heimilt að gera kröfu um að hrátt kjöt yrði fryst. Málið var prófmál sem Samtök verslunar og þjónustu efndu til í þeim tilgangi að láta reyna á lögin. 4