— Morgunblaðið/Ófeigur
Grunnskólarapparar létu ljós sitt skína á Rímnaflæði 2016 sem fór fram í Miðbergi í Breiðholti í gærkvöldi. Á vef Samfés segir að keppnin njóti sífellt meiri vinsælda. Í fyrra hafi verið metþátttaka og uppselt á viðburðinn.

Grunnskólarapparar létu ljós sitt skína á Rímnaflæði 2016 sem fór fram í Miðbergi í Breiðholti í gærkvöldi. Á vef Samfés segir að keppnin njóti sífellt meiri vinsælda. Í fyrra hafi verið metþátttaka og uppselt á viðburðinn. Sú nýlunda var í ár að viðburðinum var streymt til að sem flestir gætu séð það sem fram fór. Hér má sjá Gylfa Örvarsson, sigurvegara Rímnaflæðis 2015, láta tunguna trylla lýðinn, en meðal dómara var Sigga Ey, sem sigraði árið 2014.

Sara Mjöll Stefánsdóttir úr Félagsmiðstöðinni Laugó vann keppnina í gær. Í öðru sæti var Haki Darrason Lorenzen úr Félagsmiðstöðinni 105 og í þriðja sæti lentu Helena Sif Gunnarsdóttir og Silvía Rose Gunnarsdóttir úr Félagsmiðstöðin Fókus