Listakonurnar Anna Málfríður Sigurðardóttir og Sólrún Bragadóttir.
Listakonurnar Anna Málfríður Sigurðardóttir og Sólrún Bragadóttir.
Á tónleikum í menningarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, klukkan 13.30 flytja Sólrún Bragadóttir söngkona og Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari flytja þýskar og franskar ljóðaperlur.

Á tónleikum í menningarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, klukkan 13.30 flytja Sólrún Bragadóttir söngkona og Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari flytja þýskar og franskar ljóðaperlur. Þær munu spjalla við gesti milli laga, um tónskáldin og tónlistina sem þær flytja. Á efnisskránni eru meðal annars ljóð eftir Schubert, Brahms, Fauré, Chausson og Duparc.

Anna Málfríður er Ísfirðingur að uppruna. Frá 1974 hefur hún starfað sem píanókennari og píanóleikari, bæði á Íslandi og erlendis, þar af þrjú og hálft ár sem meðleikari og kennari við Tónlistarháskóla í Tyrklandi, en nú síðast við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík.

Sólrún stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Kópavogi og Tónlistarskólann í Reykjavík áður en hún hélt til frekara náms í Indiana. Sólrún fékk sólólistastöðu við óperuhúsið í Hannover þar sem hún söng fjölda aðalhlutverka, jafnframt því að syngja gestahlutverk við hin ýmsu óperuhús Evrópu. Ljóðasöngur hefur alla tíð verið stór þáttur á listferli Sólrúnar.