Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Orð dagsins Konungsmaðurinn
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, sunnudaginn 20. nóv. kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. Kaffi í lokin.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Skólalúðrasveitir Árbæjar og Breiðholts spila. Stjórnandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Kirkjukórinn syngur. Kórstjóri og organisti Krizstina Kallí Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón hafa Anna Sigga og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kirkjukaffi á eftir.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og séra Ása Laufey Sæmundsdóttir annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu. Laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16 stendur Safnaðarfélag Ásprestakalls fyrir laufabrauðsgerð í Safnaðarheimilinu Ási.

ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. Lofgjörðarstund kl. 20. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Arnór Bjarki Blomsterberg guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju segir trúarsögu sína. Prestur er Kjartan Jónsson.

BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum kl. 11. Umsjón hafa Sigrún Ósk og Arngrímur. Síðdegismessa kl. 17 í Bessastaðakirkju. Kristján Þór Sverrisson segir frá starfi Kristniboðssambandsins. Fermingarbörn flytja bænir, hljómsveitin Lærisveinarnir hans leiðir sönginn, Margrét, djákni og sr. Stefán Már þjóna fyrir altari.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Að guðsþjónustunni lokinni býður Hollvinafélag kirkjunnar öllum að skera og steikja laufabrauð. Takið með hnífa, bretti og ílát undir brauðin, sem seld eru á 100 kr. Boðið verður upp á kaffi, djús og piparkökur. Tómasarmessa kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar út frá þemanu Verið glöð í Drottni. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt sönghóp. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á hressingu.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa klukkan 11. Umsjón hafa Petra og Daníel og Jónas Þórir leikur á hljóðfærið. Kvenfélagsmessa kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina ásamt sr. Jóhönnu Gísladóttur sem predikar. Glæður, kór kvenfélagsins syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir, Messuþjónar aðstoða. Kaffisala kvenfélagsins verður eftir messu í safnaðarsal.

DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er séra Gunnar Sigurjónsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju syngur, einsöngvari Jana Salome Ingibjargar Jósepsdóttir. Léttar veitingar í safnaðarsal eftir messu.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er messa á íslensku.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn, organisti er Douglas

Messan á sunnudaginn er tileinkuð 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags.

Forseti félagsins, Jón Sigurðsson, flytur ávarp.

Barnastarfið í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Prestsvígsla kl. 14, biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir Grétar Halldór Gunnarsson og Dís Gylfadóttur. Æðruleysismessa kl. 20, séra Karl V. Matthíasson, séra Hjálmar Jónsson og Díana Ósk leið stundina.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10.30, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og leiðtogarnir stýra líflegri gæðastund. Kvöldmessa kl. 20. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur, starfandi héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi I. Ingvarssyni, fv. sóknarpresti. Kór Egilsstaðakirkju, organisti Torvald Gjerde. Guðsþjónusta á Dyngju, hjúkrunarheimili, kl. 17. Erla Björk Jónsdóttir þjónar. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde.

FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11 tileinkuð eldri borgurum. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Félagar úr eldri borgarastarfinu taka þátt. Prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl.11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Kvöldvaka kl. 20. Gestur kvöldvökunnar er Jón Jónsson tónlistarmaður sem syngur ásamt kór og hljómsveit kirkjunnar.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.

Í tilefni 117 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík.

ATH BREYTTAN TÍMA Í ÞETTA EINA SINN

Messunni er útvarpað á Rás 1.

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og leiðir stundina.

Sönghópurinn Við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili er guðsþjónustu lýkur.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir sjá um stundina. Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Matthías Guðmundsson. Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15.

Barnastarf kl. 11 . Umsjón hafa Silvía, Ásta Lóa. Öll börn velkomin. Messa kl. 11. Altarisganga.

Samskot til langveikra barna. Messuhópur þjónar.

Félagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50 . Hentar allri fjölskyldunni. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.

Sunnudagaskólinn, umsjónarmenn Sigurður og Andrea Ösp.

Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að koma í messu. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradóttir. Kaffisopi eftir messu.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Síðasti sunnudagur kirkjuársins. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Erlu Björgu og Hjördísi Rós inn í safnaðarheimili. Hressing eftir stundirnar.

HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Pétur Ármannsson arkitekt segir frá arkitektinum sem teiknaði Hallgrímskirkju. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestar Háteigskirkju annast athöfnina með aðstoð fermingarbarna og um tónlistina sér Kári Allansson ásamt félögum úr kór Háteigskirkju. Boðið er upp á súpu í safnaðarheimilinu og samskotin fara til Kristniboðssambandsins. Börnin mæta í kirkjuna og fara síðan með Karenu og Jóhönnu í sunnudagaskólann.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og prédikar. Kór Hjallakirkju leiðir söng og messusvör. Organisti Guðný Einarsdóttir. Molasopi eftir messu.

Sunnudagaskóli á sama tíma í salnum á neðri hæð kirkjunnar.

hjallakirkja.is

HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðsþjónusta 20. nóvember kl. 13.30. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir

HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay. 70 ára afmælistónleikar Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna kl. 20.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja kl. 11. Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum Kl. 20. Halldóra Ásgeirsdóttir predikar. Kaffi og samfélag eftir stundina.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sameiginlegt upphaf. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa texta, prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. Sunnudagaskóli er í umsjón Systu, Helgu og Önnu Huldu. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lokinni athöfn. Kyrrðarstund alla miðvikudaga kl. 12.

KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay

KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagssmiðja fyrir börn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Krúttakór Langholtskirkju syngja fyrir kirkjugesti undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Söru Grímsdóttur. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og mandarínur eftir stundina.

Starf eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12-15.30.

LÁGAFELLSKIRKJA | Förum við til hægri eða vinstri? Skiptir það máli? er yfirskrift guðsþjónustunnar kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Sr. Arndís Linn leiðir guðsþjónustuna.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. 6-9 ára starf á sama tíma.

Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson leiðir tónlistina ásamt Kór Lindakirkju. Fermingarbörn boðin sérstaklega velkomin.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Síðasti dagur kirkjuársins. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Guðrún, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Heiðars og Péturs.

SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14. í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3.hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf.

SELFOSSKIRKJA | Messa 20. nóvember kl. 11. Kirkjukórinn syngur, Edit A. Molnár stjórnar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Börn borin til skírnar.

Sunnudagaskóli á sama tíma umsjón Jóhanna Ýrar Jóhannsdóttur. Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu að lokinni messu.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Biblíusaga, brúður, söngur og gleði. Nýr límmiði og ávaxtahressing í lokin.

Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og kvennakórinn Seljurnar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Kaffi að messu lokinni.

SELTJARNARNESKIRKJA | Kaffihúsaguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Litlu snillingarnir og Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar. Leiðtogar sunnudagaskólans ásamt sóknarpresti sjá um athöfnina. Kaffihús fermingarbarna eftir guðsþjónustu til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar, til stuðnings íslenskum fjölskyldum.

VÍDALÍNSKIRKJA | Óskamessa fermingarbarnanna kl. 11. Friðrik Dór og Glowie syngja. Davíð Sigurgeirsson og Ingvar Alfreðsson leika undir. Sunnudagaskóli. Fermingarbörn dansa undir stjórn Tinnu Ágústsdóttur og flytja sínar eigin bænir. Boðið upp á Krispy Kreme kleinuhringi í messukaffinu. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Organisti Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Prestur Hulda Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskólinn kl. 11. María og Bryndís leiða stundina.

Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum.

(Jóh. 4)

(Jóh. 4)