Erlend Mamelund
Erlend Mamelund
Bikarmeistarar Vals mæta silfurliði síðustu leiktíðar í Noregi, Haslum, í Áskorendabikar karla í handbolta kl. 16 í Valshöllinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum en þau mætast svo í Noregi næsta laugardag.

Bikarmeistarar Vals mæta silfurliði síðustu leiktíðar í Noregi, Haslum, í Áskorendabikar karla í handbolta kl. 16 í Valshöllinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum en þau mætast svo í Noregi næsta laugardag.

Haslum hefur verið í hópi bestu liða Noregs um árabil og ekki endað neðar en í 3. sæti frá og með árinu 2011. Haslum er sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og var að tryggja sér sæti í bikarúrslitum með því að vinna ríkjandi Noregsmeistara Arendal 26:20 á miðvikudagskvöld.

Þekktasti leikmaður Haslum er hinn hárprúði norski landsliðsmaður Erlend Mamelund, sem lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á síðustu leiktíð, en hann verður ekki með vegna meiðsla.

Þess má geta að Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, þjálfaði Haslum í byrjun aldarinnar, en þá var liðið í 1. deild. Þess má einnig geta að Valsmenn bjóða frítt á leikinn í dag. sindris@mbl.is