Stuðningur Birgir Örn Birgisson frá Domino´s, Svala Jóhannesdóttir frá Konukoti og Hrefna Rósa Sætran meistarakokkur.
Stuðningur Birgir Örn Birgisson frá Domino´s, Svala Jóhannesdóttir frá Konukoti og Hrefna Rósa Sætran meistarakokkur.
Alls 5,8 milljónir króna söfnuðust á fimm dögum í síðasta mánuði með sölu á Góðgerðarpizzu Domino‘s á Íslandi.

Alls 5,8 milljónir króna söfnuðust á fimm dögum í síðasta mánuði með sölu á Góðgerðarpizzu Domino‘s á Íslandi. Þetta er í fjórða skiptið sem Domino‘s er með slíkar pizzur til sölu, og að þessu sinni voru þær samsettar af meistarakokknum Hrefnu Sætran. Allt sem fyrir pizzurnar fékkst rann til Konukots, athvarfs fyrir konur á vergangi.

Konukot er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Pizzupeningarnir verða nýttir til að bæta aðbúnað í Konukoti, meðal annars með nýjum rúmum og öryggisskápum. „Það er æðislegt fyrir okkur að fá svona fjárveitingu,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Konukots, í samtali við mbl.is. - Spurð um hvort Konukot treysti á frjáls framlög, segir Svala að staðan sé mun betri en fyrir nokkrum árum. Konukot sé rekið af Rauða krossinum í Reykjavík en njóti stuðnings Reykjavíkurborgar og þannig náist endar saman. Eigi að síður sé aðstoð alltaf vel þegin og sé mikilvæg til að kosta það sem er utan daglegs rekstrar.

Góðgerðarpizzan í ár var samsett af chorizo-pylsu, furuhnetum, chili-pipar í sætum legi, papriku, kjúklingi, ferskum mozzarella og chili-majónesi.