Hæstiréttur Hagsmunasamtök heimilanna hafa kvartað til ESA.
Hæstiréttur Hagsmunasamtök heimilanna hafa kvartað til ESA. — Morgunblaðið/Sverrir
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins.

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ástæðan sé sú að Hæstiréttur Íslands hafi úrskurðað fjármálafyrirtækjum í hag um lögmæti verðtryggðra neytendalána.

Í tilkynningu segir frá því áliti Carl Baudenbacher, forseta EFTA-dómstólsins, að það sé einsdæmi að Hæstiréttur hafi farið gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Með því að fara gegn EES-reglum og áliti dómstólsins um túlkun á þeim gæti aðildarríki EES-samningsins orðið skaðabótaskylt gagnvart tjónþolum. Telja samtökin að eftir atvikum sé ríkið skaðabótaskylt, annaðhvort vegna innleiðingar Alþingis á neytendarétti eða vegna rangs dóms Hæstaréttar.