Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem ekki skilaði sér til hóps rjúpnaveiðimanna á Héraði síðdegis í gær. Að sögn Þorsteins G.

Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem ekki skilaði sér til hóps rjúpnaveiðimanna á Héraði síðdegis í gær. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, voru björgunarsveitarmenn enn að leit seint í gærkvöldi. Hann sagði leitarskilyrði góð, skyggni gott og veður fínt. „Leit hófst um leið og björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Rjúpnaskytturnar voru saman í hópi en ákváðu að leiðir skyldu skilja áður en haldið var niður af fjallinu. Svo skilaði einn sér ekki,“ sagði Þorsteinn.

Spurður um stærð leitarsvæðis sagði Þorsteinn að hraðleita ætti að manninum frá þeim stað þar sem leiðir skildu. Maðurinn sem leitað var er á fertugsaldri. Hann gekk til rjúpna frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði.